Ummæli

Ummæli viðskiptavina:

assjukra2

“Daníel gerði nýja heimasíðu fyrir okkur,
tók ljósmyndir af starfsfólkinu og aðstöðunni,
hannaði nýtt lógó, bækling og plakat.
Við erum mjög ánægðir með útkomuna og samvinnuna,
hann fær okkar bestu meðmæli.”

Svanur og Árni

Eigendur Ás sjúkraþjálfunar ehf.
www.assjukra.is

“Daníel hefur gert ýmislegt fyrir okkur hjá Eldstó,
tekið ljósmyndir, hannað útlit á matseðli og síðast en ekki síst unnið með okkur að gerð heimildarmyndarinnar “Nytjalist og eldfjallaglerungar” sem er í spilun á veitingastað okkar. Daníel hefur reynst okkur mjög vel, er útsjónarsamur, skapandi og góður í samvinnu,
hann fær okkar bestu meðmæli.”

G.Helga Ingadóttir og Þór Sveinsson

Eigendur Eldstó Art Cafe/Bistro/Guesthouse, Hvolsvelli.
www.eldsto.is

“Við fengum Daníel til að útbúa myndasýningu fyrir afmælisveislu fyrirtækisins,
hann tók líka ljósmyndir og kvikmyndaði viðburðinn.
Svo hannaði hann glæsilega ljósmyndabók og myndband fyrir okkur.
Við hjá Alefli ehf erum mjög ánægðir með útkomuna og hans verk”

Magnús Þór Magnússon

Meðeigandi Alefli ehf, byggingarverktakar.
www.alefliehf.is

Ummaeli_Lind

“Daniel hefur gert mikið af auglýsingum fyrir okkur í prentmiðla, nafnspjöld, vefsíður (http://vogatunga.is/https://hraungata.is/) vefborða og fleira, einnig tekið fasteignaljósmyndir.
Hann hefur reynst okkur mjög vel,
ég mæli eindregið með hans þjónustu”

Stefán Jarl Martin, Lögg. fasteignasali.

Meðeigandi Lindar fasteignasölu ehf.
www.fastlind.is

Viðskiptavinir